List í 365 daga inniheldur verk eftir 365 listamenn
List 365, er verkefni sem sprettur úr hugarheimi grafíska hönnuðarins Tim Junge og listakonunnar Lind Völundardóttur.
Tim er hollenskur og var einn af stofnendum listamannsrekins sýningastaðar í The Hague, sem enn er í rekstri.
List 365, er dagatal sem kynnir einn myndlistamann á dag, árið 2020 átti að vera þriðja útgáfuár List 365. Því miður komst dagatalið ekki í prentun þetta árið sökum Kórónu 19 vírusa.
Hugsunin á bakvið verkefnið er að kynna fyrir almenningi þá breiðu flóru listamanna sem eru að störfum á Íslandi. Skapandi einstaklingum alstaðar að og í kring um Ísland er boðin þátttaka og má þannig segja að verkefnið sé mjög lýðræðislegt og sýnir þá breidd sem er til staðar innan hinna skapandi stétta á Íslandi.