Vorið kemur, heimur hlýnar... - sýning á Skriðuklaustri
Apr
1
to May 1

Vorið kemur, heimur hlýnar... - sýning á Skriðuklaustri

Í ár var innblásturs leitað til skáldsins Jóhannesar úr Kötlum þegar undirbúin var vorsýning á Skriðuklaustri. Eftir þungan vetur um allt land var ákveðið að vorið og gróandinn yrði þema sýningarinnar. Flest verkin eru marglit, í skærum litum og úr fjölbreyttu hráefni. Sýningin mun vonandi minna okkur á að sumarið er á næsta leiti, litríkt og fallegt.

Verkin eru mjög fjölbreytt og sýnendur koma vítt og breytt af landinu: Anna Gunnardóttir, Auður Bergsteinsdóttir, Bjarni Þór Kristjánsson, Embla Sigurgeirsdóttir, Erla Björk Sigmundsdóttir, Guðný Hafsteinsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Jedúddamía (Kristrún Helga Marinósdóttir) og Ólöf Erla Bjarnadóttir.

Sýningin er samstarfsverkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR og Gunnarsstofnunar og verður opin 1. apríl til 1. maí á sýningartíma safnsins 11-17 alla daga.

View Event →
HönnunarMars í Gallerí Gróttu - MAGAMÁL
May
20
to Jun 5

HönnunarMars í Gallerí Gróttu - MAGAMÁL

Verið hjartanlega velkomin á samsýningu í Gallerí Gróttu á HönnunarMars.

MAGAMÁL er samvinnuverkefni Helgu Hrannar Þorleifsdóttur og Ingibjargar Óskar Þorvaldsdóttur. Þær vinna í svörtum leir með innblástur frá íslenskri náttúru og veðráttu. Þetta eru handunnin og handmáluð matarílát sem samanstanda af diskum, skálum, fötum og bökkum ýmiskonar, sem spila saman í matarlínu sem nefnist MAGAMÁL.

Facebook

View Event →
Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd - UM 2021
May
19
to May 22

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd - UM 2021

Epal tekur þátt í Hönnunarmars þrettánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða.

Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja hönnun og gæðavörur sem skara fram úr. Epal hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu og hluti af því er þátttaka í Hönnunarmars.

ANNA THORUNN
Arctic Plank
Go Form
Gudmundur Ludvik
IHANNA HOME
Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir
Kormákur og Skjöldur - Íslenskt tweed
Pastelpaper
Geir Oddgeirsson / Studio Granda
Þórunn Árnadóttir

Opnunardagur sýningarinnar er miðvikudaginn 19. maí frá klukkan 12 - 18.

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 19. - 22. maí 2021.

Verið hjartanlega velkomin á HönnunarMars í Epal.

Facebook

View Event →
List 365
Dec
5
to Dec 21

List 365

  • Listasafn Reykjanesbæjar (map)
  • Google Calendar ICS

List í 365 daga inniheldur verk eftir 365 listamenn

List 365, er verkefni sem sprettur úr hugarheimi grafíska hönnuðarins Tim Junge og listakonunnar Lind Völundardóttur.

Tim er hollenskur og var einn af stofnendum listamannsrekins sýningastaðar í The Hague, sem enn er í rekstri.

List 365, er dagatal sem kynnir einn myndlistamann á dag, árið 2020 átti að vera þriðja útgáfuár List 365. Því miður komst dagatalið ekki í prentun þetta árið sökum Kórónu 19 vírusa.

Hugsunin á bakvið verkefnið er að kynna fyrir almenningi þá breiðu flóru listamanna sem eru að störfum á Íslandi. Skapandi einstaklingum alstaðar að og í kring um Ísland er boðin þátttaka og má þannig segja að verkefnið sé mjög lýðræðislegt og sýnir þá breidd sem er til staðar innan hinna skapandi stétta á Íslandi.

View Event →
Bleikur október
Oct
1
to Nov 4

Bleikur október

hjá HANDVERKI OG HÖNNUN, Eiðistorgi

1. okt. til 4. nóv. 2019

HANDVERK OG HÖNNUN hélt sýningu á Eiðistorgi í október 2019. Undanfarin ár hefur októbermánuður verið tileinkaður baráttu gegn krabbameini hjá konum og hefur bleiki liturinn verið einkennislitur mánaðarins.

Að þessu tilefni var opnuð bleik sýning í húsnæði HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi. Sýningarmunir voru fjölbreyttir en áttu það allir sameiginlegt að vera bleikir.

Óskað var eftir munum á sýninguna og var bleiki liturinn eina skilyrðið. Tuttugu og fjórir listamenn og hönnuðir áttu verk á sýningunni: Arndís Jóhannsdóttir, Bjarni Sigurðsson, DayNew (Dagný Gylfadóttir), Dóra Emils, Guðrún Halldórsdóttir, Guðrún Kolbeins, Halla Ásgeirsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Hjartalag ( Hulda Ólafsdóttir), Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Ingunn Erna, Margrét Guðnadóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Olga Bergljót, Ragna Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigurborg Stefánsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir, Sigríður Ágústsdóttir, Svafa Björg Einarsdóttir, USart/design (Unnur Sæmundsdóttir), Úlfar Sveinbjörnsson, Þórdís Baldursdóttir og Þórdís Sigfúsdóttir.

 Á sýningunni söfnuðust 59.000 kr. sem runnu til Krabbameinsfélagsins en verkin á sýningunni voru til sölu rann hluti seldra verka til Bleiku slaufunnar.

View Event →
Be “Akkúrat“ on Design March 2018!
Mar
15
to Mar 19

Be “Akkúrat“ on Design March 2018!

Akkúrat aims to offer the cream of Icelandic design and we have products from over 50 different Icelandic designers and artist that will be on display at our store at Hönnunarmars.

7 different designers will have a special installation at the store during the 15th-18th of March. The designers are Dögg Design, Hring eftir Hring, Ingibjörg Ósk, Marý, Sif Benedicta, Studio Fræ and usee studio.

The opening party will be on Thursday the 15th of March between 18:00-21:00, join us and the designers for a celebratory drink and Akkúrat music!

Akkúrat was awarded the title “The Best Shop for Local Design“ by The Reykjavík Grapevine.

Welcome to Akkúrat!
The Akkúrat Team
Design Surprises and New Discoveries

View Event →
Reykjavik Runway
Mar
14
to Mar 18

Reykjavik Runway

Reykjavik Runway tekur yfir hönnunarbúð Norræna hússins á HönnunarMars. Fjórtán íslenskir hönnuðir, tólf vörumerki saman í markaðsstofu á ferð um heiminn. Viðburðurinn hófst í New York á síðasta ári en poppar nú í Reykjavík. Skartgripahönnun, fylgihlutahönnun, vöruhönnun og lífrænt vottaðar húðvörur. Innblásin íslensk hönnun og sköpun, litrík, klassísk og listræn. Metnaður Reykjavik Runway snýst um að tengja saman gæða íslenska hönnun og kynna hana á sérstökum viðburðum hvarvetna.

View Event →
TASTE OF ICELAND IN SEATTLE 2017
Oct
12
to Oct 15

TASTE OF ICELAND IN SEATTLE 2017

  • Nordic Heritage Museum (map)
  • Google Calendar ICS

DESIGN | Iceland’s New Designers: Creating Design Identity Through Originality & Resourcefulness at the Nordic Heritage Museum

At this year’s Taste of Iceland in Seattle, join Ingibjorg Greta Gisladottir, the CEO and creative director of Reykjavik Runway, for a discussion on the key characteristics of the new wave of Icelandic design. As limited domestic manufacturing possibilities have made production difficult, opportunities for designers to create limited edition, handmade and bespoke items have soared in Iceland. Ingibjörg Gréta will focus her talk on how designers can capitalize on resourcefulness to scale while creating their design identity. Iceland’s informal design traditions can free designers to innovate, experiment and create high quality, limited edition products.

Facebook

View Event →
TASTE OF ICELAND IN NEW YORK CITY 2017
Sep
29
to Oct 1

TASTE OF ICELAND IN NEW YORK CITY 2017

DESIGN | Iceland’s New Designers: Creating Design Identity Through Originality & Resourcefulness at Artists and Fleas

At this year’s Taste of Iceland in New York City, join Ingibjorg Greta Gisladottir, the CEO and creative director of Reykjavik Runway, for a discussion on the key characteristics of the new wave of Icelandic design. As limited domestic manufacturing possibilities have made production difficult, opportunities for designers to create limited edition, handmade and bespoke items have soared in Iceland. Ingibjörg Gréta will focus her talk on how designers can capitalize on resourcefulness to scale while creating their design identity. Iceland’s informal design traditions can free designers to innovate, experiment and create high quality, limited edition products.

Facebook

View Event →
UM
Apr
1
to Apr 2

UM

  • Læknaminjasafnið Nesstofu (map)
  • Google Calendar ICS

Verið velkomin á framhald af HönnunarMars í Læknaminjasafnið á Seltjarnarnesi. Þar mun ég sýna nýja línu „UM“.. 
Opnunarhóf verður haldið laugardaginn 1. apríl klukkan 11.

View Event →
UM
Mar
23
to Mar 26

UM

Verið velkomin á HönnunarMars í Hannesarholti. Þar mun ég sýna nýja línu „UM“ á annarri hæð hússins. 
Opnunarhóf verður haldið fimmtudaginn 23. mars frá klukkan 18 til 22.

Facebook

View Event →
NEW NORDIC. FASHION. FOOD. DESIGN.
Jul
8
to Oct 8

NEW NORDIC. FASHION. FOOD. DESIGN.

  • Nordische Botschaften (map)
  • Google Calendar ICS

The Nordic embassies in Berlin host a summer exhibition on Nordic fashion, food and design with a strong ecological and ethical focus.

From eclimate change to slow fashion to wild food, the exhibition portrays and discusses the Nordic way of life with its strengths, focuses and challenges. 

According to the curator Mathias Wagner and Sabine Schirdewahn,

“What was traditionally not exploitable as food in Nordic countries was used for the production of clothing and jewellery. The designers of these countries have meanwhile long since left the exclusively utilitarian, everyday aspect behind.”

The exhibition, with tableaus meandering through the Felleshus of the Nordic Embassies, with the visualization of Nordic landscapes, with handicrafts as well as fashion, food and interior design, will show the degree to which fashion and gastronomy are embedded in the cultural environment of the countries of the North.

It will convey the quality and value of careful food preparation (Slow Food), of table and cooking culture (Craft and Design) and a perceptive and sensual approach to fashion (Slow Fashion), each as a comprehensive cultural phenomenon in its own right that mirrors the geography, seasons and climate as well as the cultural life of the people of the respective countries

 

View Event →
Opnunarpartý HönnunarMars í Epal
Mar
9
5:00 PM17:00

Opnunarpartý HönnunarMars í Epal

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars

Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun. 
Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.
Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru. 

Epal mun einnig í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra.
Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Facebook

View Event →
CREATIVE TAKE OFF
Mar
7
to Mar 22

CREATIVE TAKE OFF

  • Keflavíkurflugvöllur (map)
  • Google Calendar ICS

Íslensk hönnun verður sett í öndvegi á Keflavíkurflugvelli í tilefni HönnunarMars en Isavia í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands býður íslenskum hönnuðum að selja hönnun sína á besta stað á verslunarsvæðinu 7.-22. mars. Auglýst var eftir umsóknum frá íslenskum hönnuðum og um 100 umsóknir bárust frá breiðum hópi hönnuða. Fulltrúar frá Hönnunarmiðstöð Íslands fóru yfir umsóknir og völdu 10 hönnuði sem munu selja vörur sínar í tímabundnu rými sem ber nafnið Creative Take Off. Gríðarleg gróska er í íslenskri hönnun þannig að valið var erfitt. Áhersla var lögð á að vörurnar endurspegli breidd og gæði íslenskrar hönnunar auk þess sem reynt var að gæta að innbyrðis jafnvægi. Í boði verða fjölbreyttar vörur sem gefa ferðamönnum tækifæri til að kynna sér gróskuna í íslenskri hönnun á HönnunarMars.

Hönnuðirnir sem urðu fyrir valinu að þessu sinni eru Milla Snorrason, Erling Jóhannesson, Helga Ósk Einarsdóttir, MAGNEA, As We Grow, Postulína, Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir, Reykjavík Posters, hönnunarteymið IIIF og Guðrún Vald. Verk þeirra munu prýða sérstakt sölusvæði á besta stað í marsmánuði þar sem þúsundir ferðamanna fara um á degi hverjum.

View Event →
HönnunarMars í Epal 2015
Mar
11
5:00 PM17:00

HönnunarMars í Epal 2015

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars 2015.

Á HönnunarMars í Epal sýnir Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir uppáhellingarkönnuna Uppáklædd – All dressed up. Um gripflöt postulínskönnunnar er vafið annað hvort tréperlum eða bandi og dregur hún nafn sitt af klæðningunni. Klæðningin gerir hverja könnu einstaka, gefur gott grip og kemur í veg fyrir bruna.

Með þátttöku Epal í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars

View Event →