Verið hjartanlega velkomin á samsýningu í Gallerí Gróttu á HönnunarMars.
MAGAMÁL er samvinnuverkefni Helgu Hrannar Þorleifsdóttur og Ingibjargar Óskar Þorvaldsdóttur. Þær vinna í svörtum leir með innblástur frá íslenskri náttúru og veðráttu. Þetta eru handunnin og handmáluð matarílát sem samanstanda af diskum, skálum, fötum og bökkum ýmiskonar, sem spila saman í matarlínu sem nefnist MAGAMÁL.