um

Vörulínuna UM var kynnt í fyrsta sinn á Hönnunarmars árið 2017. Fyrstu gripirnir í vörulínunni voru kertastjakinn KringUM og skálin UtanUM. 

Vörulínan byggir á hugmyndum um mannfagnaði, veislur og ilm af mat og drykk, sem yljar í skammdeginu þegar dagsbirtan er af skornum skammti. Nafn vörulínunnar UM vísar í samspil og samþættingu tveggja efna, leirs og viðar. Viðurinn sem er hnota umlykur að hluta til grip sem gerður er úr leir, en þetta samspil efnanna gefur vörulínunni sérstakt yfirbragð. Árið 2019 kynnti listakonan blómavasann NærUM og á hönnunarmars árið 2021 sýndi hún kaffikönnu fyrir uppáhellingu og kaffibolla. 

Á hönnunarmars í ár bætast tekanna, tebollar, mjólkurkanna og sykurkar við vörulínuna UM. Tekannan er með handfang úr hnotu og með henni fylgir tesía. Tebollarnir eru ýmist með tréhöldu eða leirhöldu.   

um

The product line UM was first presented at the 2017 DesignMarch exhibition in Reykjavík. The first articles in the product line were the candle holder KringUM and the bowl UtanUM. 

The central theme of the product line is the concept of the feast. It is inspired by the festivities of northerly people during the dark winter period. The aromas and warmth of food and drink lift the spirits of the participants when daylight is scarce. The name of the product line UM refers to the interaction and interweaving of two materials, clay and wood. The material is walnut wood which partly encloses a clay item, giving the composite an unusual appearance. The artist presented the flowerpot NærUM in 2019 and at DesignMarch in 2021 she presented coffee pot for brewing coffee with the dripping method. 

In this year’s DesignMarch a teapot, teacups, a milk jug and sugar bowl are added to the UM product line. The teapot has a walnut wood handle and has a tea restrainer as an accessory. The teacups have a handle made either of clay or walnut wood.